18. maí 2021
18. maí 2021
Prófskírteini fylgi umsókn um starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna
Embætti landlæknis mun frá 1. júní 2021 fara fram á að umsókn um starfsleyfi fylgi prófskírteini viðkomandi skóla þegar sótt er um starfsleyfi á sviði löggiltrar heilbrigðisstéttar.
Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að sótt sé um starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna áður en fyrir liggur formlegt útskriftarskírteini frá viðkomandi menntastofnun. Umsóknir hafa þá byggt á vottorði viðkomandi menntastofnunar um að lokið hafi verið tilskildum einingum í náminu en eiginleg brautskráning hafi ekki farið fram.
Hinn 15. janúar sl. sendi embætti landlæknis bréf til menntastofnana hér á landi, sem sjá um menntun heilbrigðisstétta, til að fá upplýsingar um afstöðu þeirra til veitingar starfsleyfis á grundvelli fyrrgreindra vottorða. Það var almennt mat forsvarsmanna skólanna að ekki væri unnt að líta svo á að slík vottorð væru ígildi prófskírteina.
Embætti landlæknis mun frá 1. júní 2021 fara fram á að umsókn um starfsleyfi fylgi prófskírteini viðkomandi skóla þegar sótt er um starfsleyfi á sviði löggiltrar heilbrigðisstéttar. Eftir sem áður mun embættið hraða afgreiðslu starfsleyfa eins og kostur er.
Leyfisveitingateymi