7. febrúar 2020
7. febrúar 2020
Óskum eftir að ráða verkefnastjóra um málefni fjarheilbrigðisþjónustu
Óskum eftir að ráða verkefnastjóra um málefni fjarheilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða verkefnastjóra í teymi rafrænna heilbrigðislausna til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu og framþróun á framkvæmd fjarheilbrigðisþjónustu um land allt.
Verkefnisstjóra er ætlað að styðja við skipulagningu og innleiðingu verkefna á sviði fjarheilbrigðisþjónustu á heilbrigðisstofnunum um land allt ásamt því að veita upplýsingar, stuðning og efla tengslanet fyrir staðbundna verkefnisstjóra á heilbrigðisstofnunum sem leiða og stýra fjarheilbrigðisþjónustuverkefnum á sinni stofnun. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og fagmennsku. Næsti yfirmaður er teymisstjóri rafrænna heilbrigðislausna en viðkomandi mun vinna í samstarfi við aðra sérfræðinga teymisins, sérfræðingahóp um fjarheilbrigðisþjónustu sem og verkefnisstjóra um landið.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vera tengiliður við fulltrúa sérfræðingahóps og miðla upplýsingum til og frá stofnunum
Vinna að mótun greiðslukerfis fyrir fjarheilbrigðisþjónustu í samvinnu við sérfræðinga á sviði fjármála hjá heilbrigðisstofnunum, í heilbrigðisráðuneytinu og annarra hlutaðeigandi aðila
Hafa frumkvæði að því að vera ráðgefandi og leiðbeinandi fyrir staðbundna verkefnisstjóra og heilbrigðisstarfsfólk landsins varðandi skipulagningu og innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu þannig að skilvirk verkferli séu innleidd og gæði og öryggi veittrar þjónustu tryggð.
Styðja gerð áætlana innan heilbrigðisstofnana um innleiðingu á staðbundnum verkefnum innan skilgreindra tímamarka, sem byggjast á kostnaðar- og verkáætlun frá staðbundnum verkefnisstjórum
Mynda tengsl við verkefnisstjóra fjarheilbrigðisþjónustu á heilbrigðisstofnunum landsins og skapa vettvang til miðlunar reynslu og þekkingar t.d. með vefgátt, vinnufundum eða ráðstefnum. Hvetja til skipulagðrar skráningar á upplýsingum um staðbundin verkefni þannig að unn sé að meta árangur og gæði ólíkra verkefna/verkferla. Fylgjast með framvindu verkefna
Hafa frumkvæði að því að veita leiðbeiningar til stofnana um samræmda skráningu á fjarheilbrigðisþjónustu í sjúkraskrá þannig að hægt sé að draga út sambærilegar upplýsingar á landsvísu
Vera talsmaður fjarheilbrigðisþjónustu á landsvísu
Mynda tengsl við menntastofnanir (HÍ og HA) varðandi nám og kennslu á sviði fjarþjónustu
Starfshlutfall er 80% Umsóknarfrestur er til og með 24.02.2020