18. júní 2021
18. júní 2021
Nýtt eyðublað – umsókn um tímabundið starfsleyfi læknanema
Embætti landlæknis vekur athygli á að 1. júlí nk. tekur gildi nýtt eyðublað vegna tímabundinna starfsleyfa læknanema sem veitt eru á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.
Embætti landlæknis vekur athygli á að 1. júlí nk. tekur gildi nýtt eyðublað vegna tímabundinna starfsleyfa læknanema sem veitt eru á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.
Í eyðublaðinu koma fram takmarkanir sem gilda um tímabundin starfsleyfi læknanema en þær varða m.a. heimildir til lyfjaávísana. Þá ber yfirlækni viðkomandi heilbrigðisstofunnar að staðfesta ákveðin atriði sem fram koma í eyðublaðinu.
Embættið bendir á að frá og með 1. júlí nk. munu fyrrgreindar takmarkanir á tímabundnu starfsleyfi læknanema einnig gilda um þegar útgefin tímabundin starfsleyfi læknanema.
Nýtt eyðublað má finna undir eyðublöð og Starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna.
Leyfisveitingateymi