3. júní 2019
3. júní 2019
Nýr Talnabrunnur fjallar um félagslegan ójöfnuð í heilsu og ólögleg vímuefni – viðhorf og neyslu - 4. tölublað 2019
Í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er fjallað um félagslegan ójöfnuð í heilsu og ólögleg vímuefni - viðhorf og neyslu.
Í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er fjallað um félagslegan ójöfnuð í heilsu, niðurstöður skýrslunnar „Indicators for health inequality in the Nordic countries", (ísl: Mælikvarðar til mats á heilsufarslegum ójöfnuði á Norðurlöndunum), sem gefin er út á vegum Nordic Welfare Centre.
Einnig er fjallað um ólögleg vímuefni, viðhorf og neyslu þar sem rýndar eru niðurstöður könnunar á notkun kannabisefna og annarra ólöglegra vímuefna á Íslandi.
Greinarhöfundar eru Védís Helga Eiríksdóttir, Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson og Rafn M. Jónsson.
Ritstjóri Talnabrunns er Hildur Björk Sigbjörnsdóttir.