Fara beint í efnið

8. mars 2021

Notkun sýklalyfja hjá mönnum minnkaði á árinu 2019

Út er komin ársskýrsla sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og faraldsfræði ónæmra baktería á Íslandi á árinu 2019. Skýrslan hefði átt að koma út á árinu 2020 en útgáfa tafðist vegna COVID-19 faraldursins.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Út er komin ársskýrsla sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og faraldsfræði ónæmra baktería á Íslandi á árinu 2019. Skýrslan hefði átt að koma út á árinu 2020 en útgáfa tafðist vegna COVID-19 faraldursins.

Sýklalyfjanotkun hjá mönnum minnkaði um rúm 9% á milli áranna 2018 og 2019 þegar fjöldi ávísana er notaður sem mælikvarði. Hjá börnum yngri en 5 ára minnkaði notkunin hins vegar enn meir, eða um tæp 11%. Sýklalyfjanotkun hjá dýrum á Íslandi er áfram ein sú minnsta í allri Evrópu en minnkaði þó um 16% á milli áranna 2018 og 2019.

Minnkandi notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum er ánægjuleg þróun enda er skynsamleg notkun sýklalyfja forsenda þess að takmarka útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Þessi barátta nýtur stuðnings íslenskra stjórnvalda sem í maí 2019 sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að Ísland ætlaði sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Eftirlit með sýklalyfjanotkun og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis hjá mönnum og dýrum gegnir lykilhlutverki í þessari baráttu.

Lesa nánar: Sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2019: Embætti landlæknis - sóttvarnalæknir. Mars 2021

Sóttvarnalæknir