14. nóvember 2019
14. nóvember 2019
Næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 - uppfærðar leiðbeiningar
Í tilefni af Alþjóðlegum degi tileinkuðum sykursýki eru hér birtar endurskoðaðar „Leiðbeiningar um næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 - Fræðilegan bakgrunn leiðbeininga fyrir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2."
Í tilefni af Alþjóðlegum degi tileinkuðum sykursýki eru hér birtar endurskoðaðar Leiðbeiningar um næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 - Fræðilegan bakgrunn leiðbeininga fyrir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.
Samantektin byggir á erlendum leiðbeiningum frá Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum en tekið hefur verið tillit til íslenskra aðstæðna þar sem við á. Þessari samantekt er ætlað að vera fræðilegt yfirlit og stuðningur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.
Vinnuhópinn sem vann að leiðbeiningunum skipa: Bertha María Ársælsdóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir og Óla Kallý Magnúsdóttir. Þær eru gefnar út í samstarfi Landspítala, Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Embættis landlæknis og Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands.
Ábyrgðarmaður er Óla Kallý Magnúsdóttir
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar