Fara beint í efnið

30. desember 2019

Mislingar greindir á Íslandi

Barnaspítali Hringsins hafði samband við sóttvarnalækni sunnudaginn 29. desember sl. vegna mislinga sem greindust hjá 8 mánaða gömlu barni sem kom erlendis frá daginn áður þann 28.12.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Barnaspítali Hringsins hafði samband við sóttvarnalækni sunnudaginn 29. desember sl. vegna mislinga sem greindust hjá 8 mánaða gömlu barni sem kom erlendis frá daginn áður þann 28.12. Barnið hafði veikst erlendis þann 24.12. með kvef og hita en fékk útbrot þann 28.12. og flaug þann dag ásamt foreldrum sínum frá Stokkhólmi til Íslands með Icelandair flugi FI307.

Barnið er nú í heimaeinangrun á batavegi. Haft hefur verið samband við þau flugfélög sem fluttu barnið og farþegar upplýstir um smithættu en hún er mest áður en útbrot koma fram en eftir það dvínar smithættan og gengur yfir á nokkrum dögum. Einkenni geta komið fram hjá smituðum 1-3 vikum eftir smit. Heilsugæslan í landinu hefur verið upplýst og er fólki ráðlagt að hafa samband við lækni í síma eða í gegnum https://www.heilsuvera.is/ ef grunur leikur á smiti af völdum mislinga.

Frekari upplýsingar um mislinga má finna hér.

Sóttvarnalæknir