18. mars 2021
18. mars 2021
Málþing um hamingju, svefn og velsæld
Í tilefni af alþjóðadögum um svefn (19. mars) og hamingju (20. mars) verður haldið rafrænt málþing föstudaginn 19. mars kl. 12:00-14:00 undir yfirskriftinni Hamingja, svefn og velsæld. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar málþingið.
Í tilefni af alþjóðadögum um svefn (19. mars) og hamingju (20. mars) verður haldið rafrænt málþing föstudaginn 19. mars kl. 12:00-14:00 undir yfirskriftinni Hamingja, svefn og velsæld.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar málþingið í upphafi.
Dóra Guðrún, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis verður með erindi þar sem hún mun kynna niðurstöður um tengsl á milli svefns og hamingju fullorðinna Íslendinga. Alma D. Möller, landlæknir mun kynna Vitundarvakningu um mikilvægi svefns til að stuðla að bættum svefni Íslendinga.
Þá verða einnig kynntar niðurstöður um svefn og hamingju barna, fjallað um mikilvægi svefns fyrir hamingju og velsæld ásamt því sem kynntir verða nýjir velsældarvísar sem ætlað er að gefa heildarmynd af hagsæld og lífsgæðum landsmanna yfir tíma.
Málþingið verður í beinu streymi á Facebook síðu Endurmenntunar HÍ.
Dagskrá málþingsins:
Ávarp
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Hamingja, svefn og velsæld – eru tengsl þarna á milli hjá fullorðnum?
Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis og kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við EHÍ.
Svefn, hamingju og velsæld ungmenna
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu
Mikilvægi svefns fyrir hamingju og velsæld
Dr. Erla Björnsdóttir, svefnsérfræðingur, framkvæmdastjóri Betri svefn.
Alþjóðlegi hamingjudagurinn og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Erindi frá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Af hverju velsældarvísar?
Lárus Blöndal, deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands
Vitundarvakning um mikilvægi svefns til að stuðla að bættum svefni Íslendinga
Dr. Alma D. Möller, landlæknir
Samantekt og málþingslok
Skipuleggjendur málþingsins, auk embættis landlæknis eru: Forsætisráðuneytið, Endurmenntun Háskóla Íslands og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs
netfang: dora@landlaeknir.is