29. júlí 2021
29. júlí 2021
Mælt með örvunarbólusetningu fyrir einstaklinga sem fengu COVID-19 bóluefni Janssen
Til að efla varnir gegn delta afbrigði SARS-CoV-2 sem nú er ráðandi og útbreitt í samfélaginu hér á landi hefur sóttvarnalæknir mælt með örvunarbólusetningu
Til að efla varnir gegn delta afbrigði SARS-CoV-2 sem nú er ráðandi og útbreitt í samfélaginu hér á landi hefur sóttvarnalæknir mælt með örvunarbólusetningu þeirra sem fengu eins skammts bóluefni frá Janssen í fjöldabólusetningarátaki gegn COVID-19 í vor. Þeir sem fengu bólusetningu eftir COVID-19 sýkingu þurfa ekki frekari örvun að svo stöddu.
Mælt er með bólusetningu 8 vikum eftir Janssen bólusetningu en millibil má ekki fara undir 28 daga.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur birt fyrirkomulag bólusetninganna á höfuðborgarsvæðinu. Byrjað verður á kennurum og öðru starfsfólki skóla en aðrir sem fengu Janssen fá örvunarbólusetningu síðar í ágúst.
Önnur umdæmi eru sum byrjuð á þessum bólusetningum, en flestir mega búast við að fá bólusetninguna á næstu 3 vikum.
Nota má hvort sem er bóluefni Moderna eða Pfizer fyrir örvunarskammtinn, eftir framboði, en Moderna er alla jafna eingöngu notað á höfuðborgarsvæðinu vegna fleiri skammta í hverju glasi.
Sjá nánar:
Örvunarbólusetningar vegna COVID-19 fyrir einstaklinga sem bólusettir voru með Janssen bóluefni án sögu um fyrri COVID sýkingu.
Ensk útgáfa: Booster vaccinations for COVID-19 for individuals who have been vaccinated with the Janssen vaccine without a history of previous COVID infection.
Pólsk útgáfa: Szczepienia uzupełniające przeciwko COVID-19 dla osób, które zostały zaszczepione szczepionką firmy Janssen bez wcześniejszego zakażenia COVID.
Sóttvarnalæknir