Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. október 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lokum kl. 14:55 í dag vegna samstöðufundar kvenna

Embætti landlæknis styður við Kvennafrí 2018 og hvetur konur hjá embættinu til að leggja niður störf kl. 14.55 og fylkja liði á samstöðufund kvenna á Arnarhóli.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis styður við Kvennafrí 2018 og hvetur konur hjá embættinu til að leggja niður störf kl. 14.55 og fylkja liði á samstöðufund kvenna á Arnarhóli sem hefst kl. 15.30 undir kjörorðinu: Hættum að breyta konum, breytum samfélaginu!

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn 24. október árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna. Þann dag lögðu konur um land allt niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Þær vildu mótmæla og vekja athygli á launamisrétti, vanmati á störfum kvenna, skorti á virðingu og valdaleysi kvenna. Hjól atvinnulífsins og reyndar þjóðlífsins alls nánast stöðvuðust þennan dag. Fundurinn vakti athygli um allan heim og sýndi að samstaða er sterkasta vopnið. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið áunnist en áfram er þörf á að halda jafnréttismálum á lofti.