Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. desember 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Lionsmenn gefa gjafir á sjúkrahús HVE á Akranesi

Nýlega komu 24 Lionsmenn á Akranesi færandi hendi og gáfu sjúkrahúsinu veglegar gjafir.

1000000079

Um er að ræða Varathon blöðruspeglunartæki, IntelliVue hjartagjörgæslutæki og Connect lífsmarkamæli sem lyflækningadeildin fékk. Þá fékk handlækningadeildin Active.A.C. sárasugu að gjöf.
Gunnar Freyr Hafsteinsson afhendi gjafirnar fyrir hönd klúbbsins og það voru þau Valdís Heiðarsdóttir deildarstjóri, og Ingi Karl Reynisson yfirlæknir á lyflækningadeild, ásamt Fritz H. Berndssen yfirlækni handlækningadeildar sem tóku við gjöfunum og þökkuðu fyrir rausnarlegar gjafir. Þá ávarpaði forstjóri klúbbsfélaga og færði þeim bestu þakkir fyrir gjafirnar og þann ómetanlega stuðning sem þeir hafa sýnt stofnuninni árlega um langa tíð.