1. júlí 2020
1. júlí 2020
Leiðbeiningar fyrir landsmenn á ferð erlendis
Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar fyrir landsmenn á ferð erlendis meðan heimsfaraldur COVID-19 gengur yfir. Fjallað er um notkun hlífðargríma, sýkingavarnir sem hver og einn þarf að viðhafa, ekki hvað síst erlendis og hvað skal gera við heimkomu. Mjög mikilvægt er að ferðast ekki ef einkenni um smit eru til staðar.
Sóttvarnalæknir hefur gefið út leiðbeiningar fyrir íbúa Íslands á ferð erlendis meðan heimsfaraldur COVID-19 gengur yfir. Fjallað er um notkun hlífðargríma, sýkingavarnir sem hver og einn þarf að viðhafa, ekki hvað síst erlendis og hvað skal gera við heimkomu.
Mjög mikilvægt er að ferðast ekki ef einkenni um smit eru til staðar.Æskilegt er að hver og einn kanni, áður en lagt er í ferð, hvaða reglur gilda í því landi sem farið er til með því að skoða upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins.
Íbúum Íslands er ráðið frá ferðalögum til áhættusvæða en mörg lönd eru enn skilgreind sem áhættusvæði.