Fara beint í efnið

15. júní 2021

Lausnarmót Nýsköpunarvikunnar 2021

Nýsköpunarvikan er hátíð sem haldin er á Íslandi ár hvert. Markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Nýsköpunarvikan er hátíð sem haldin er á Íslandi ár hvert. Markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun.

Lausnarmót er nýstárleg aðferð við að laða fram byltingarkenndar nýjungar í rafrænum lausnum handa heilbrigðiskerfinu og fjármálageiranum. Mótið stendur yfir í fjórar vikur þar sem þátttakendum gefst kostur á að þróa áfram lausnir við áskorunum samfélagsins með hjálp mentora frá embætti landlæknis, Landspítalanum, Heilsugæslunni, Arion banka og Háskóla Íslands.

Í kjölfar Covid hefur það sýnt sig að nýsköpun og stafræn þróun er gríðarlega mikilvæg. Heilsutæknihluti lausnarmótsins snýr að því að ýta undir nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins og efla almenning til þátttöku í að leysa vandamál morgundagsins. Valin teymi munu svo spreyta sig á áskorunum í september þegar verkefnavinnan sjálf fer fram.

Til að samfélagið okkar geti viðhaldið núverandi þjónustustigi í heilbrigðiskerfinu er okkur nauðsynlegt að innleiða rafrænar lausnir þar sem notendur þjónustu geta þjónustað sig sjálfir að meira mæli en í dag. Okkur finnst áhugavert að prófa aðferðir nýsköpunar og sjá hvort nýjar lausnir munu líta dagsins ljós á Lausnarmótinu, þjóðfélaginu til hagsbóta. Það er von okkar að þar geti komið fram lausnir sem hægt verður að innleiða í starfsemi heilbrigðisstofnanna í framhaldinu

Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis.

Embætti landlæknis hvetur alla sem hafa hugmyndir að lausnum til að taka þátt. Umsóknarfrestur rennur út 2. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar um Lausnarmótið
Skráningarsíða

Nánari upplýsingar veitir
Helga Margrét Clarke
, verkefnisstjóri fjarheilbrigðisþjónustu
netfang: helgamargret@landlaeknir.is