Fara beint í efnið

4. júní 2019

Kynningarfundur um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2019

Fimmtudaginn 6. júní kl. 10.30-13.00 stendur Embætti landlæknis fyrir kynningarfundi um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2019 í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Fimmtudaginn 6. júní kl. 10.30-13.00 stendur Embætti landlæknis fyrir kynningarfundi um lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum 2019 í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ.

Streymi frá viðburðinum.

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig, í samanburði við landið í heild.

Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.

Dagskrá:

  • 10.30 - Ávarp, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

  • 10.40 - Hvers vegna lýðheilsuvísar? Alma D. Möller, landlæknir

  • 10.55 - Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Embætti landlæknis

  • 11.10 - Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum, Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri Embætti landlæknis

  • 11.25 - Nýting lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

  • 11.40 - Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

  • 11.55 - Pallborðsumræður

  • 12:15 - Veitingar

Fundarstjóri: Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Kynningarfundurinn er öllum opinn en þátttakendur eru hvattir til þess að skrá sig hér á vef Embættis landlæknis.