Fara beint í efnið

23. júní 2020

Kynningarfundur um lýðheilsuvísa á Íslandi 2020

Í dag verða kynntir á Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi 2020. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Kynning á Hótel Selfossi, Árborg, þriðjudaginn 23. júní kl. 13:00-15:00.

Í dag verða kynntir á Lýðheilsuvísar eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi 2020. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum, þ.m.t. Heilsueflandi samfélögum, að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúa þannig að hægt sé að vinna með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan allra.

Hlekkur á streymi 

Dagskrá:

Ávarp, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar

Samstaða og samstarf í kófinu, Alma D. Möller, landlæknir

Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum og líðan, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Embætti landlæknis

Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum, Sigríður Haralds Elínardóttir, sviðsstjóri Embætti landlæknis

Framtíðarstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í lýðheilsumálum, Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Fundarstjóri: Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar sveitarfélagsins Árborgar, tengiliður Heilsueflandi samfélags.

Nánari upplýsingar veita

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu, dora@landlaeknir.is
Sigríður Haralds Elínardóttir, sviðsstóri heilbrigðisupplýsinga, shara@landlaeknir.is