30. september 2021
30. september 2021
Kynning á viðmiðum fyrir heilsueflandi vinnustað
Fimmtudaginn 7. október kl. 14:00-16:00 verða viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað kynnt og vefsvæði opnað sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt. Kynningunni verður streymt á vefsíðum embættis landlækns, VIRK og Vinnueftirlitsins.
Fimmtudaginn 7. október kl. 14:00-16:00 verða viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað kynnt og vefsvæði opnað sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt. Kynningunni verður streymt á vefsíðum embættis landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitsins.
Frá því snemma árs 2020 hafa viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustað verið í tilraunakeyrslu hjá nokkrum vinnustöðum. Nú er þeirri tilraunakeyrslu lokið og viðmiðin verða kynnt og gerð aðgengileg öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu með opnun sérstaks vefsvæðis.
Heilsueflandi vinnustaður er hluti af VelVIRK forvarnarverkefninu sem unnið er í samstarfi við VIRK, Vinnueftirlitið, Velferðarráðuneytið og hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests.
Sjá viðburð á Facebook.
Um Heilsueflandi vinnustað á vef VIRK.