Fara beint í efnið

30. mars 2021

Krafa um dvöl í sóttvarnahúsi eftir ferðalag vegna COVID-19

Frá 1. apríl 2021 skal ferðamaður sem kemur frá eða hefur dvalið á svæði þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Frá 1. apríl 2021 skal ferðamaður sem kemur frá eða hefur dvalið á svæði þar sem 14 daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið liggja ekki fyrir (dökkrauð eða grá svæði samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi skv. reglugerð nr. 161/2021 með breytingum. Miðað verður við búsetuland og brottfararland (upphafsland ferðar) til að meta hvaðan ferðamaður kemur frá eða hefur dvalið.

Sóttvarnalæknir mun reglulega birta lista yfir lönd með svæði sem falla undir ákvæðið. Sé löndum skipt upp í fleiri en eitt svæði þar sem nýgengi smita er ólíkt er heimilt að miða allt landið við það svæði þar sem nýgengi er hæst. Almennt er miðað við að listinn sé uppfærður á tveggja vikna fresti nema tilefni sé til.

Gögn sem stuðst er við:

Sóttvarnalæknir