14. janúar 2022
14. janúar 2022
Janssen bólusettir sjá nú bæði viðbótarskammt og örvunarskammt á vottorði
Vottorðum í Heilsuveru hefur verið breytt þannig að allir skammtar sem einstaklingur hefur fengið, koma fram á sama hátt. Áður var örvunarskammtur í sérsvæði og vantaði upplýsingar um lotu og fleira.
Vottorðum í Heilsuveru hefur verið breytt þannig að allir skammtar sem einstaklingur hefur fengið, koma fram á sama hátt. Áður var örvunarskammtur í sérsvæði og vantaði upplýsingar um lotu og fleira.
Þetta hefur mest áhrif fyrir einstaklinga sem voru bólusettir með Janssen, fengu svo viðbótarskammt sl. sumar og örvunarskammt nýlega, en þeir sáu áður eingöngu síðasta skammtinn þar sem örvunarskammtur kom fram en skammtur tvö var þá falinn.
Þessi breyting hefur engin áhrif á upplýsingar í QR kóða sem er forritaður eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Sóttvarnalæknir