22. ágúst 2018
22. ágúst 2018
Jákvæð menntun í heilsueflandi skólastarfi
Embætti landlæknis stendur fyrir ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi föstudaginn 31. ágúst nk. Ráðstefnan fer fram á Hilton Hótel Nordica og stendur frá kl. 8:00-16:00. SKRÁNINGU ER LOKIÐ
Embætti landlæknis stendur fyrir ráðstefnu um jákvæða menntun í heilsueflandi skólastarfi föstudaginn 31. ágúst nk. Ráðstefnan fer fram á Hilton Hótel Nordica og stendur frá kl. 8:00-16:00. Skráningu lauk miðvikudaginn 29 ágúst.
Boðið verður upp á fræðandi erindi og hagnýtar vinnustofur sem stuðla að vellíðan fyrir alla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar ráðstefnugesti.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Dr. Hans Henrik Knoop dósent við Háskólann í Árósum í Danmörku þar stýrir hann einnig rannsóknarstofu um jákvæða sálfræði. Rannsóknir hans snúast m.a. um að efla lærdómsleiðir í menntun og blómstrun í námi, starfi og samfélagi með áherslu á þverfaglega nálgun. Maggie Fallon, fagstjóri á sviði réttinda og velferðar barna hjá Education Scotland verður einnig með erindi á ráðstefnunni. Hún hefur á undanförnum árum leitt umfangsmikla vinnu af hálfu skoskra stjórnvalda við að innleiða jákvæða hegðunarstefnu í skólum. Stefnu sem miðar að því að byggja upp jákvæð sambönd og beita lausnamiðuðum, uppbyggjandi aðferðum til að stuðla að jákvæðri hegðum og góðum skólabrag.Hans og Maggie munu einnig halda vinnustofu. Dr. Mette Marie Ledertoug mun einnig halda vinnustofur um styrkleika annarsvegar og baráttuna við leiða í skóla hinsvegar.
Ráðstefnugestir munu einnig fá innsýn í hvernig unnið er með jákvæða menntun í íslenskum skólum þar sem erindi og vinnustofur um það eru einnig á dagskrá. Dr. Ingibjörg Kaldalóns, Menntavísindasviði HÍ og Bryndís Jóna Jónsdóttir, ráðgjafi og núvitundarkennari munu fjalla um sínar rannsóknir og Bryndís Jóna verður auk þess með vinnustofu um núvitund í skólastarfi. Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskóla mun fjalla um sjónarhorn stjórnanda, Dr. Guðrún Alda Harðardóttir verður með vinnustofu fyrir leikskóla um valdeflingu í núinu og Elín M. Kristinsdóttir verður með vinnustofu um hugarró og velferð í grunnskóla.
Fundarstjóri verður Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Ráðstefnugjald er 5.500 kr.
Skráningu er lokið.
Nánari upplýsingar veita:
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi grunnskóla
I. Jenný Ingudóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi leikskóla
Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir, verkefnisstjóri heilsueflandi framhaldsskóla