Fara beint í efnið

21. nóvember 2019

Hvernig á að skima fyrir sýklalyfjaónæmum bakteríum innan heilbrigðisþjónustunnar?

Fyrir stuttu komu út uppfærðar leiðbeiningar sóttvarnalæknis um „Skimun, smitrakningu og sýkingavarnir vegna sýklalyfjaónæmra baktería í heilbrigðisþjónustu“

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Fyrir stuttu komu út uppfærðar leiðbeiningar sóttvarnalæknis um „Skimun, smitrakningu og sýkingavarnir vegna sýklalyfjaónæmra baktería í heilbrigðisþjónustu“. Þessar leiðbeiningar koma í stað þriggja eldri leiðbeininga sem fjölluðu meðal annars um Gram-neikvæðar bakteríur sem mynda breiðvirka β-laktamasa (BBL), methicillin ónæma Staphylococcus aureus (MÓSA) og vankómycin ónæma enterókokka (VÓE).

Markmið leiðbeininganna er að móta samræmda stefnu innan heilbrigðisþjónustunnar um hvernig og hverja skuli skima fyrir ónæmum bakteríum og hvernig skuli bregðast við innan heilbrigðisþjónustunnar þegar þær greinast. Leiðbeiningarnar voru gerðar í samvinnu sóttvarnalæknis, sýkingavarnadeildar Landspítala, sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og aðila frá Grund/Mörk, Hrafnistu, Reykjalundi og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lásu yfir og komu með athugasemdir.

Leiðbeiningarnar eru einn liður í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum hér á landi og undirstrika mikilvægi þess að sporna við útbreiðslu þeirra innan heilbrigðisþjónustunnar. 

Sóttvarnalæknir