31. maí 2021
31. maí 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heilsuvera komin í eðlilegt horf
Mikið álag var á Mínum síðum á Heilsuvera.is og á Heklu-heilbrigðisneti í dag. Þetta álag birtist einkum í hægagangi í kerfinu og þjónusturofi í einhverjum tilfellum. Lyfseðlagáttin er hluti af Heklu-heilbrigðisneti og var aðgangur lyfjabúða að gáttinni stopull.

Mikið álag var á Mínum síðum á Heilsuvera.is og á Heklu-heilbrigðisneti í dag. Þetta álag birtist einkum í hægagangi í kerfinu og þjónusturofi í einhverjum tilfellum. Lyfseðlagáttin er hluti af Heklu-heilbrigðisneti og var aðgangur lyfjabúða að gáttinni stopull.
Í dag hefur verið unnið að lagfæringu og er henni að mestu lokið. Kerfin eru nú að komast í eðlilegt horf.
Frekari upplýsingar veitir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis í netfanginu kjartanh@landlaeknir.is.