Fara beint í efnið

13. mars 2019

Heilbrigðismenntaður starfsmaður óskast á sviði eftirlits og gæða

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða heilbrigðismenntaðan starfsmann á svið eftirlits og gæða. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni og fagmennsku.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða heilbrigðismenntaðan starfsmann á svið eftirlits og gæða. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni og fagmennsku. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða en viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga sviðsins og taka þátt í teymisvinnu innan embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit og úttektir á heilbrigðisþjónustu

  • Samskipti við stjórnendur heilbrigðisstofnana, heilbrigðisstarfsmenn og stjórnvöld

  • Úrvinnsla og rýni gagna

  • Skýrslugerð

  • Innleiðing á áætlun um gæðaþróun (nánar)

  • Önnur verkefni að beiðni landlæknis og sviðsstjóra

Hæfnikröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmaður

  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg

  • Yfirgripsmikil þekking á íslensku heilbrigðiskerfi

  • Að minnsta kosti 10 ára starfsreynsla innan íslenska heilbrigðiskerfinu

  • Þekking og reynsla af gæða- og öryggismálum í heilbrigðisþjónustu

  • Mjög góð hæfni til að tjá sig og miðla upplýsingum

  • Öguð og fagleg vinnubrögð

  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum

  • Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 01.04.2019

Sótt er um starfið á Starfatorgi.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Upphafsdagur starfs er samkomulagsatriði.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur

Embættið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.

Nánari upplýsingar veita:
Laura Scheving Thorsteinsson - laura@landlaeknir.is - 510 1900
Anna Björg Aradóttir - annabara@landlaeknir.is - 510 1900