Fara beint í efnið

21. febrúar 2019

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!

Húsfyllir, eða um 400 manns mættu á morgunfund VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins á Grand Hótel þann 21. febrúar um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Húsfyllir, eða um 400 manns mættu á morgunfund VIRK, Embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins á Grand Hótel þann 21. febrúar um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum.

Aðalfyrirlesari á morgunfundinum var Vanessa King, þekktur fyrirlesari og sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum, en Vanessa er stödd hér á landi til að kenna í Jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Auk Vanessu ávarpaði Alma D. Möller landlæknir morgunfundinn, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir reifaði rannsóknir sínar á hamingju vinnandi fólks á Íslandi og Ingibjörg Loftsdóttir kynnti Velvirk verkefnið.

Dagskrá

  • Ávarp - Alma D. Möller, landlæknir

  • The serious business of happiness at work - Vanessa King, Action for Happiness

  • Hamingja vinnandi fólks á Íslandi - Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis 

  • Er brjálað að gera? - Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK

Fundarstjóri: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands

Morgunfundurinn var haldinn á Grand Hótel 21. febrúar kl. 8.30 -10.00.

Aðgangur ókeypis en skráning þátttöku á virk.is.

Um jákvæða sálfræði (positive psychology)

Jákvæð sálfræði (positive psychology) er vísindaleg nálgun sem hefur það markmið að efla rannsóknir á jákvæðum hliðum mannsins eins og styrkleikum, vellíðan og hamingju og finna leiðir til að efla líðan enn frekar. Markmið diplómanáms í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er að kynna hugmyndafræði og nálgun jákvæðrar sálfræði þannig að nemendur geti nýtt sér hana bæði í einkalífi og starfi.

Námið byggir á samþættingu rannsókna, reynslu og sannreyndum inngripum til að auka vellíðan. Námið er þverfaglegt og getur nýst öllum þeim sem vinna með mannlega hegðun, þeim sem vilja hafa áhrif á fólk og umhverfi og þeim sem vilja taka áskorun um frekari þroska og leggja sig fram um að njóta lífsins til hins ítrasta.

Hér er streymt frá fundinum.