26. mars 2021
26. mars 2021
Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar í nágrenni eldstöðva - Nýr fræðslubæklingur
Embætti landlæknis vekur athygli á fræðslubæklingi fyrir almenning er varðar hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar í nágrenni eldstöðva. Þessi bæklingur var unnin af sóttvarnasviði embættis landlæknis og Umhverfisstofnun í samráði við stofnanir og félagasamtök.
Embætti landlæknis vekur athygli á fræðslubæklingi fyrir almenning er varðar hættu á heilsutjóni vegna loftmengunar.
Þessi bæklingur var unnin af sóttvarnasviði embættis landlæknis og Umhverfisstofnun, í samráði við stofnanir og félagasamtök.
Markmið með útgáfu þessara leiðbeininga er að útskýra á einfaldan hátt hugsanleg áhrif loftmengunar á heilsufar manna og veita upplýsingar um hvernig helst má verja sig og sína nánustu gegn loftmengun á tímum eldgosa.
Bæklingurinn styðst við bækling International Volcanic Health Hazard Network (IVHHN) The health hazards of volvanic and geothermal gases og hafa upplýsingar verið staðfærðar.
Þá munu þessar leiðbeiningar verða í stöðugri endurskoðun og nýjum upplýsingum verður bætt við hvenær sem þess er talin þörf.
Sóttvarnalæknir