Fara beint í efnið

2. júlí 2021

Gögn vegna umsókna um starfsleyfi

Allir umsækjendur um starfsleyfi löggiltrar heilbrigðisstéttar þurfa að leggja fram staðfest afrit af prófskírteini frá viðkomandi menntastofnun.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Frá og með 1. ágúst 2021 þurfa allir umsækjendur um starfsleyfi löggiltrar heilbrigðisstéttar að leggja fram staðfest afrit af prófskírteini frá viðkomandi menntastofnun. Ekki nægir að leggja fram vottorð þess efnis að umsækjandi hafi lokið tilskyldum einingum í námi án þess að brautskráning hafi farið fram.

Eftir sem áður mun embættið hraða afgreiðslu umsókna starfsleyfa eins og kostur er.

Leyfisveitingateymi