Fara beint í efnið

22. desember 2020

Fyrstu bólusetningar gegn COVID-19 hefjast eftir jól

Fyrirhugað er að bólusetningar gegn COVID-19 hefjist hér á landi 29. desember nk. Óvíst er að hún geti hafist þann dag á öllu landinu en það ræðst af flutningi bóluefnisins út á land, veðurskilyrðum og aðbúnaði heilsugæslunnar.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Fyrirhugað er að bólusetningar gegn COVID-19 hefjist hér á landi 29. desember nk. Óvíst er að hún geti hafist þann dag á öllu landinu en það ræðst af flutningi bóluefnisins út á land, veðurskilyrðum og aðbúnaði heilsugæslunnar. Framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustunni sem telur rúmlega 1.000 manns verða í fyrsta hópi og jafnframt verður hafin bólusetning hjá íbúum hjúkrunar- og öldrunardeilda sem telja 3.000–4.000 manns. Þegar önnur sending kemur til landsins verður haldið áfram með bólusetningu hjá elstu aldurshópunum.

Það er gleðilegt að geta hafið bólusetningar áður en árið er liðið og hefja þar með þá mikilvægu vegferð í leið okkar út úr farsóttinni.

Athygli er vakin á upplýsingasíðu um bólusetningar gegn COVID-19. 

Sóttvarnalæknir