24. desember 2020
24. desember 2020
Fréttatilkynning vegna viðræðna við Pfizer/BioNTech
Vegna frétta í gær og í dag um viðræður Kára Stefánssonar við bóluefnaframleiðandann Pfizer BioNTech um kaup á viðbótarbóluefni gegn COVID-19 hingað til lands og hugmynd þess efnis að Ísland gæti orðið rannsóknarsetur fyrir áframhaldandi virkni og verkun bóluefnis þá er rétt að eftirfarandi komi fram.
Vegna frétta í gær og í dag um viðræður Kára Stefánssonar við bóluefnaframleiðandann Pfizer BioNTech um kaup á viðbótarbóluefni gegn COVID-19 hingað til lands og hugmynd þess efnis að Ísland gæti orðið rannsóknarsetur fyrir áframhaldandi virkni og verkun bóluefnis þá er rétt að eftirfarandi komi fram.
Hugmyndin að því að Ísland gæti orðið rannsóknarsetur fyrir fasa IV rannsókn þar sem að stærsti hluti þjóðarinnar yrði bólusettur á stuttum tíma var viðruð í tölvupósti sóttvarnalæknis til fulltrúa Pfizer þ. 15 desember sl. Innihald póstsins hefur síðan verið til skoðunar innan fyrirtækisins og verið leitað eftir frekari upplýsingum hjá sóttvarnalækni.
Það er því ekki rétt sem haft var eftir Kára Stefánssyni m.a. í Morgunblaðinu í dag að hugmyndin að þessu rannsóknarfyrirkomulagi hefði komið frá forstjóra fyrirtækisins. Kári Stefánsson hefur á hinn bóginn verið ötull með samskiptum sínum við forsvarsmenn Pfizer við að ljá málinu brautargengi.
Á þessari stundu er hins vegar óljóst hvort af þessari rannsókn verður. Beðið er svara Pfizer.
Sóttvarnalæknir