Fara beint í efnið

4. febrúar 2019

Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu frá 2016.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu  frá 2016 þar sem ein aðgerð felst í því að búa til fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum. Sérfræðingar embættisins ákváðu í samráði við fagfólk úr vinnuhópi Heilsueflandi leikskóla að fara þá leið að gera fræðslumyndbönd sem mætti deila víða. Lögð var áhersla á að myndböndin væru aðgengileg og á léttum nótum, leikin og talsett af börnum. Einnig var lögð rík áhersla á að í hverju myndbandi kæmu fram ákveðin lykilskilaboð sem byggja á rannsóknum.

Yfirheiti myndbandanna er „Vellíðan leikskólabarna" og má skoða þau á Facebook síðu Heilsueflandi leikskóla sem og á Youtube síðu embættis landlæknis. Hægt er að stilla á íslenskan, enskan og pólskan texta. Facebook stillir texta á myndbönd eftir persónulegum stillingum hvers notanda, þ.e. ef Facebook er stillt á íslensku og að myndbönd eigi að vera textuð ef hægt er þá kemur sjálfkrafa íslenskur texti. Á Youtube getur hver smellt á cc og stillt þann texta sem viðkomandi vill.

Vellíðan leikskólabarna – svefn og hvíldVellíðan leikskólabarna – næring og matarvenjurVellíðan leikskólabarna – hreyfing og útiveraVellíðan leikskólabarna – hegðun og samskipti

Teymi Heilsueflandi leikskóla