Fara beint í efnið

14. desember 2020

Forseti Íslands afhenti verðlaun Forvarnardagsins

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins fór fram á Bessastöðum, sl. laugardag 12. desember að viðstöddum forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins fór fram á Bessastöðum, sl. laugardag 12. desember að viðstöddum forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunahafar áttu þar góða stund með forseta og voru sóttvarnarreglur hafðar í hávegum, þar sem einungis nemendurnir og foreldrar þeirra voru viðstaddir.

Fræðsla Forvarnardagsins fer fram fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Um 360 nemendur tóku þátt að þessu sinni þar sem þau svöruðu m.a. spurningum um lykilþætti að góðu lífi og forvarnir áfengis- og vímuefnanotkunar. Þrír verðlaunahafar voru dregnir úr pottinum og hlutu þeir 50 þúsund króna inneign í versluninni 66 Norður, sem á að vera hvatning til að vera vel búin í heilsueflandi útivist.

Vinningshafar:

  • Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði

  • Sóley Bestla Ýmisdóttir, Verzlunarskóla Íslands, Reykjavík

  • Ásdís Bára Eðvaldsdóttir, Heiðarskóla, Reykjanesbæ

Embætti landlæknis stendur að deginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóla og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum.

Stýrihópur Forvarnardagsins óskar þeim hjartanlega til hamingju.