Fara beint í efnið

13. febrúar 2019

Formennskuverkefni Íslands um fyrstu 1000 daga barnsins á Norðurlöndum

Í byrjun þessa árs fór af stað umfangsmikið norrænt samstarfsverkefni til þriggja ára undir forystu Embættis landlæknis um fyrstu 1000 daga barnsins á Norðurlöndum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Í byrjun þessa árs fór af stað umfangsmikið norrænt samstarfsverkefni til þriggja ára undir forystu Embættis landlæknis um fyrstu 1000 daga barnsins á Norðurlöndum. Verkefnið er eitt af formennskuverkefnum Íslands í tengslum við Norrænu ráðherranefndina og beinist að því að skoða hvernig unnið er að því innan Norðurlandanna að efla geðheilsu og vellíðan á fyrstu æviárum barna og hvaða aðferðum er beitt til að finna og bregðast snemma við áhættuþáttum í lífum þeirra og foreldra þeirra í meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og leikskólum.

Markmiðið að taka saman árangursríkar leiðir sem hafa gefist vel innan Norðurlandanna og deila reynslu þannig að aðrir geti nýtt til að þróa eigið starf. Jafnframt að koma auga á aðferðir sem þarfnast frekari rannsókna og stuðla að vaxandi þekkingargrunni á Norðurlöndum um hvernig efla megi geðheilsu ungra barna. Búið er að skipa starfshóp samstarfsaðila á Norðurlöndum og var upphafsfundur verkefnisins haldinn í Reykjavík dagana 15. og 16. janúar síðastliðinn.

Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar, netfang: sigrun@landlaeknir.is

María Helen Eiðsdóttir, verkefnastjóri 1000 daga barnsins, netfang: mariahelen@landlaeknir.is