Fara beint í efnið

11. apríl 2018

Flensur og aðrar pestir – 14. vika (2.–8. apríl) 2018

Í síðustu viku (14. viku) var inflúensan staðfest hjá 17 einstaklingum. Enn dregur úr fjölda þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Inflúensu B veiran (B/Yamagata) veldur enn flestum sýkingum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Staðfest inflúensa á veirufræðideild Landspítala Í síðustu viku (14. viku) var inflúensan staðfest hjá 17 einstaklingum. Enn dregur úr fjölda þeirra sem greinast með sjúkdóminn. Inflúensu B veiran (B/Yamagata) veldur enn flestum sýkingum. Aðrir sem greindust voru með inflúensu A(H3).

Inflúensan í heilsugæslu og á bráðamóttökum. Ört dregur nú úr fjölda þeirra sem greinst hafa með inflúensulík einkenni í heilsugæslunni og á bráðamóttökum, sjá mynd 1.

Staðan á meginlandi Evrópu. Inflúensan var enn til staðar á meginlandi Evrópu í 13. viku (26.–31. mars) en dregið hefur úr virkni hennar, sjá inflúensuvef Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Inflúensa B er algengasta greiningin en bæði inflúensa A(H3) og inflúensa A(H1)pdm09 hafa greinst á meginlandinu.

Innlagnir vegna inflúensu á Landspítala. Samkvæmt upplýsingum frá sýkingavarnadeild Landspítala fækkar enn innlögnum á Landspítala í viku 14 sjá Mynd 2.

RSV og aðrar öndunarfæraveirur. Heldur dregur úr fjölda með Respiratory Syncytial veiru (RSV) og öðrum öndunarfæraveirum í viku 14.

Samantekt og mat á öndunarfæraveirum síðastliðnar vikur. Alla vísbendingar eru í þá átt að farið sé að draga úr inflúensufaraldrinum í ár.

Meltingarfærasýkingar. Dregið hefur úr tilkynningum um niðurgang.

Sóttvarnalæknir