Fara beint í efnið

10. nóvember 2020

Fjallað um stöðu barna og ungmenna á tímum COVID-19.

Staða barna og ungmenna á tímum COVID-19 er yfirskrift fjarmorgunverðarfundar Náum Áttum sem verður haldinn á morgun, 11. nóvember 8:30 - 10:00.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Staða barna og ungmenna á tímum COVID-19 er yfirskrift fjarmorgunverðarfundar Náum Áttum sem verður haldinn á morgun, 11. nóvember 8:30 - 10:00.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Náum áttum.

Á fundinum munu Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, Sigurveig Þórhallsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna og Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheill flytja erindi. Fundarstjóri er Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis.