24. febrúar 2021
24. febrúar 2021
Ferðamenn frá Grænlandi undanþegnir aðgerðum á landamærum frá 24. febrúar 2021
Ferðamenn frá Grænlandi verða frá og með 24. febrúar 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands.
Ferðamenn frá Grænlandi verða frá og með 24. febrúar 2021 undanþegnir kröfum um framvísun á vottorði um neikvætt PCR-próf, skimun og sóttkví vegna COVID-19 við komuna til Íslands.
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fjarlægja Grænland af lista yfir skilgreind áhættusvæði vegna COVID-19 þar sem engin smit eru þar í landi. Ferðamenn sem koma frá Grænlandi verða því undanþegnir kröfum vegna COVID-19 sem eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands. Ferðamenn eru eftir sem áður þó hvattir til að sýna varúð í 14 daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast samneyti við viðkvæma einstaklinga.
Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt land eða svæði sem flokkast sem áhættusvæði 14 dögum fyrir komu til Íslands.
Þeir einstaklingar sem hafa verið á áhættusvæði 14 dögum fyrir komu þurfa að framvísa neikvæðu PCR-prófi, fara í skimun á landamærum, sóttkví og í aðra sýnatöku fimm dögum eftir heimkomu sbr. reglugerð nr. 161/2021 sem tók gildi 19. febrúar 2021.
Sóttvarnalæknir mun uppfæra lista yfir áhættusvæði í samræmi við þróun faraldursins.
Sóttvarnalæknir