Fara beint í efnið

24. janúar 2019

Farsóttafréttir eru komnar út - janúar 2019

Farsóttafréttir að þessu sinni fjalla um atburði á síðasta ársfjórðungi ársins 2018. Fylgst er með þróun kynsjúkdóma sem er óheillavænleg í flestum tilfellum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Farsóttafréttir að þessu sinni fjalla um atburði á síðasta ársfjórðungi ársins 2018. Fylgst er með þróun kynsjúkdóma sem er óheillavænleg í flestum tilfellum.

Inflúensufaraldurinn 2018–2019 fer hægt af stað líkt og undanfarin ár. Talsvert bar á iðrakveisum sem flestar voru af völdum nóróveira. Sagt er frá fræðsludegi um bólusetningar fyrir heilbrigðisstafsfólk og sóttvarnadegi sem haldinn var með umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna í landinu.

Þá er fjallað um skýrslu Sóttvarnastofnunar Evrópu um sjúkdómsbyrði af völdum fjölónæmra baktería í Evrópu.

Lesa nánar: Farsóttafréttir. 12. árgangur. 1. tölublað. Janúar 2019.

Sóttvarnalæknir