19. janúar 2018
19. janúar 2018
Farsóttafréttir eru komnar út - janúar 2018
Janúarútgáfa Farsóttafrétta, fréttabréfs sóttvarnalæknis, er komið út á vef Embættis landlæknis.
Janúarútgáfa Farsóttafrétta, fréttabréfs sóttvarnalæknis, er komið út á vef Embættis landlæknis.
Í fréttabréfinu kemur m.a. fram að kynsjúkdómar á árinu 2017 færðust enn í aukana einkum sárasótt og lekandi. Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á árinu 2017 en þau tilfelli tengdust flest lifrarbólgu A fararaldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá stöku mislingatilfellum hér á landi sem endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum erlendis.
Fjallað er um hópsýkingar af völdum magakveisu og listeríu og áhrif innflutnings á ferskum matvælum á heilsu manna.
Vakin er athygli á viðbragðáætlunum sóttvarna fyrir alþjóðaflugvelli, heilbrigðisstofnanir og vegna hugsanlegs eldgoss. Þessar áætlanir eru unnar í samvinnu við aðrar stofnanir sem málið varða.
Fjallað er um fræðslufundi sóttvarnalæknis á árinu og aðgerðir til að stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja.
Lesa nánar: Farsóttafréttir. 11. árgangur. 1. tölublað. Janúar 2018.
Sóttvarnalæknir