Fara beint í efnið

25. maí 2021

Færeyjar aftur áhættusvæði vegna COVID-19

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að setja Færeyjar aftur á lista yfir áhættusvæði COVID-19 vegna vaxandi nýgengi smita þar í landi.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að setja Færeyjar aftur á lista yfir skilgreind áhættusvæði COVID-19 vegna vaxandi nýgengi smita þar í landi.

Ferðamenn sem koma frá Færeyjum eru því ekki lengur undanþegnir sóttvarnaaðgerðum á landamærum og sömu reglur gilda því um þá og eiga almennt við um farþega sem koma til Íslands.

Öll lönd og svæði heims nema Grænland teljast áhættusvæði vegna COVID-19. Sjá hér upplýsingar um áhættusvæði.

Sóttvarnalæknir