Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. júlí 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Engin tilfelli af STEC E. coli hafa greinst sl. 12 daga

Undanfarna daga hefur saursýnum fækkað umtalsvert sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí sl. með STEC E. coli.

Undanfarna daga hefur saursýnum fækkað umtalsvert sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans. Síðasti einstaklingurinn greindist 19. júlí sl. með STEC E. coli og enginn hefur greinst eftir að hafa verið í Efstadal eftir 18. júlí en þá hófust þar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðslu smits.

Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar.

Ofangreindar upplýsingar vekja vonir um að faraldrinum sé lokið.

Sóttvarnalæknir