Fara beint í efnið

18. mars 2019

Engin ný mislingatilfelli hafa greinst.

Í dag, mánudaginn 18. mars, hafa engin ný mislingatilfelli verið greind og er heildarfjöldi staðfestra tilfella fimm og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Í dag, mánudaginn 18. mars, hafa engin ný mislingatilfelli verið greind og er heildarfjöldi staðfestra tilfella fimm og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 80 einstaklingum á undanförnum vikum.

Öllu bóluefni sem kom til landsins hefur verið dreift til heilsugæslustöðva um allt land og má finna upplýsingar um framkvæmd bólusetninga á vef einstakra heilsugæslustöðva. Upplýsingar um forgangshópa má finna hér.

Ekki hafa komið upp nein vandamál við framkvæmd bólusetninga svo vitað sé. Stöðufundur verður haldinn með umdæmis- og svæðislæknum í fyrramálið, þriðjudaginn 19.mars.

Sóttvarnalæknir