Fara beint í efnið

18. mars 2020

Embætti landlæknis fagnar 260 ára afmæli í skugga COVID-19

Alma D. Möller, landlæknis skrifar í dag pistil í tilefni af 260 ára afmæli embættisins sem nú er fagnað í skugga COVID-19.Þar segir meðal annars: „Mikið mæddi á landlækni árið 1918 þegar spænska veikin gekk. Síðan þá hafa gengið minni faraldrar en ekkert í líkingu við það sem nú á sér stað þegar COVID-19 geisar“.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Alma D. Möller, landlæknis skrifar í dag grein um 260 ára afmæli embættis landlæknis sem nú er fagnað í skugga COVID-19.

Þar segir meðal annars:

„Mikið mæddi á landlækni árið 1918 þegar spænska veikin gekk. Síðan þá hafa gengið minni faraldrar en ekkert í líkingu við það sem nú á sér stað þegar COVID-19 geisar. Ástæða er til að hrósa sóttvarnalækni og hans fólki fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð allt frá því að fregnir bárust af hinni nýju veiru í fyrri hluta janúar. Það er ætíð áhyggjuefni þegar faraldur áður óþekktrar veiru kemur upp og því mikil vinna farið fram til undirbúnings því að takast á við það sem hugsanlega gæti gerst.

Þótt línur séu farnar að skýrast er enn ekki að fullu ljóst hvert umfang faraldursins verður. Það gerir vinnu sóttvarnalæknis, og allra þeirra sem þurfa að bregðast við, flókna; óvissan er eina vissan sagði fyrrverandi sóttvarnalæknir. Sem stendur snýst áætlun sóttvarnalæknis um að fræða almenning um mikilvægi hreinlætis og sóttvarna, að greina smit snemma, einangra smitaða, rekja smit og setja í sóttkví þá sem mögulega gætu verið smitaðir. Ofuráhersla er á að vernda þá sem eru í mestri áhættu við að veikjast mikið sem eru aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma“.