Fara beint í efnið

5. nóvember 2021

Ef þú hefur einkenni sem gætu verið vegna COVID-19 er ráðlagt að fara í PCR próf

Ef þú hefur einkenni en hefur ekki verið í nánd við COVID-19 smitaðan einstakling svo vitað sé er ráðlagt að fara sem fyrst í PCR próf.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Ef þú hefur einkenni en hefur ekki verið í nánd við COVID-19 smitaðan einstakling svo vitað sé:

Ef þú hefur einkenni sem gætu verið COVID-19 er ráðlagt að fara sem fyrst í PCR próf. Ef einkenni eru væg og þú þarft að mæta til vinnu á meðan beðið er eftir niðurstöðu er ráðlagt að ræða það við þinn yfirmann. Við þessar aðstæður er mælt með að nota andlitsgrímu í vinnunni og einnig ef farið er á staði þar sem aðrir eru. Þá skyldi gæta sérlega vel að handhreinsun og ekki vera í meira návígi við aðra en þörf er á. Loks ætti að forðast að dvelja þar sem margir koma saman eða að umgangast viðkvæma einstaklinga. Ef prófið er neikvætt getur þú haldið áfram vinnu í samráði við yfirmann. Ef COVID-19 próf reynist jákvætt þarf að fylgja leiðbeiningum um einangrun.

Ef þú hefur einkenni og hefur verið í nánd við COVID-19 smitaðan einstakling:

Ráðlagt að fara í PCR próf og dvelja í einangrun þar til niðurstaða prófsins liggur fyrir.

Hraðpróf eru áfram notuð aðallega í skimun vegna ferðalaga og fyrir viðburði.

Sóttvarnalæknir