Fara beint í efnið

30. maí 2018

Breyttar verklagsreglur um læknisrannsóknir á fólki sem flyst til Íslands

Sóttvarnalæknir hefur uppfært verklagsreglur um læknisrannsóknir á einstaklingum sem sækja um dvalarleyfi á Íslandi.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Sóttvarnalæknir hefur uppfært verklagsreglur um læknisrannsóknir á einstaklingum sem sækja um dvalarleyfi á Íslandi. Síðustu verklagsreglur voru birtar í janúar 2017 en fyrstu verklagsreglurnar voru gefnar út árið 2012.

Í hinum nýju verklagsreglum er mælt með læknisrannsókn hjá einstaklingum sem munu dvelja í landinu í meira en 8 vikur eftir komu nema ef viðkomandi er með einkenni sem benda til smitsjúkdóms. Að öðru leyti eru verklagsreglurnar óbreyttar.

Sóttvarnalæknir