Fara beint í efnið

28. desember 2018

Breytt lög um líffæragjafir taka gildi um áramótin

Við verðum öll sjálfkrafa líffæragjafar frá og með nýársdegi 2019 í samræmi við ný lög sem taka þá gildi. Þeir sem kunna að vera andvígir því að gefa líffæri skrái það á Heilsuveru.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Við verðum öll sjálfkrafa líffæragjafar frá og með nýársdegi 2019 í samræmi við ný lög sem taka þá gildi. Þeir sem kunna að vera andvígir því að gefa líffæri skrái það á Heilsuveru undir Mínar síður.

Þeir sem ekki nota tölvur og stunda tölvusamskipti geta leitað aðstoðar heimilislækna sinna eða hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar til að skrá afstöðu sína frá og með 1. janúar 2019.

Með því að gefa líffæri getum við bjargað lífi annarra. Í öðrum tilvikum getum við lengt ævi fólks og bætt heilsu þess og líðan með líffæragjöf. 

Alls hafa um hundrað manns á Íslandi gefið líffæri frá upphafi og því hafa vel yfir 350 manns notið góðs af þessum gjöfum lífsins því líffæri eins gjafa geta komið allt að sex manns til góða.

Sjá nánari upplýsingar