Fara beint í efnið

16. júní 2021

Breytingar á tilmælum til ferðamanna vegna COVID-19

Á meðan heimsfaraldur geisar hefur sóttvarnalæknir ráðlagt öllum íbúum Íslands að ferðast ekki til áhættusvæða sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Á meðan heimsfaraldur geisar hefur sóttvarnalæknir ráðlagt öllum íbúum Íslands að ferðast ekki til skilgreindra áhættusvæða sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland. Reglulega er endurmetið hvort lönd falli ekki lengur undir áhættusvæði.

Sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að breyta áhættusvæðum nú og ráðleggur áfram íbúum Íslands sem ekki eru full bólusettir (eða með staðfesta fyrri sýkingu) frá ferðalögum á áhættusvæði. Þeir sem hyggja á ferðalög eru beðnir að sýna varúð og sinna persónulegum sóttvörnum þ.m.t. tíðum handþvotti, forðast mannþröng og nánd eins og hægt er og nota andlitsgrímur þar sem það á við.

Almennt kemur vörn bóluefnis ekki fram fyrr en í fyrsta lagi 7–14 dögum eftir að bólusetningu er lokið (misjafnt eftir bóluefnum). Þá er ekki víst, eins og við á um öll bóluefni, að bólusetning með COVID-19 bóluefni veiti vörn hjá öllum þeim sem fá bólusetningu. Eins er ekki vitað um þennan sjúkdóm hve lengi ónæmi varir. Allir ættu því að fara í sýnatöku ef einkenna verður vart.

Sjá nánar um skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri.

Sóttvarnalæknir