3. júní 2021
3. júní 2021
Breyting á ráðleggingum um D-vítamín fyrir ungbörn
Breyting á ráðleggingum um D-vítamín fyrir ungbörn sem nærast eingöngu á ungbarnablöndu og fá meira en 800 ml á sólarhring. Á Íslandi er ráðlagt að gefa ungbörnum D-vítamín dropa frá 1-2 vikna aldri sem svarar til 10 míkrógramma (μg) á dag eða 400 alþjóðlegar einingar (AE). Þessar ráðleggingar gilda hvort sem er að barnið sé á brjósti og/eða ungbarnablöndu.
Breyting á ráðleggingum um D-vítamín fyrir ungbörn sem nærast eingöngu á ungbarnablöndu og fá meira en 800 ml á sólarhring.
Á Íslandi er ráðlagt að gefa ungbörnum D-vítamín dropa frá 1-2 vikna aldri sem svarar til 10 míkrógramma (μg) á dag eða 400 alþjóðlegar einingar (AE). Þessar ráðleggingar gilda hvort sem er að barnið sé á brjósti og/eða ungbarnablöndu.
Ungbarnablöndur (þurrmjólk) eiga samkvæmt reglugerð að vera D-vítamínbættar og hefur magn D-vítamíns verið hækkað í þessum vörum. Í ljósi þessa hefur Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu í samvinnu við embætti landlæknis og sérfræðinga hjá Háskóla Íslands breytt ráðleggingum um D-vítamín fyrir börn sem nærast eingöngu á ungbarnablöndu og fá meira en 800 millilítra á sólarhring. Fái barnið meira en 800 ml af ungbarnablöndu á sólarhring og 10 µg af D-vítamíni til viðbótar þá getur magnið farið yfir örugg efri mörk neyslu og því er mælt með því að gefa ekki D-vítamíndropa í slíkum tilvikum.
Mikilvægt er að taka það fram að um leið og barnið byrjar að fá fasta fæðu og minna en 800 ml af ungbarnablöndu að þá þarf strax að byrja að gefa D-vítamín dropana.
Nánari upplýsingar má finna hér:
Breytingar á leiðbeiningum um D-vítamínviðbót – Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Ráðleggingar um næringu ungbarna fyrir heilbrigðisstarfsfólk – Embætti landlæknis
Nánari upplýsingar veita:
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, netfang: holmfridur@landlaeknir.is
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar netfang: johannaeyrun@landlaeknir.is