Fara beint í efnið

28. júní 2021

Bólusetningar gegn COVID-19: Börn 12-15 ára án undirliggjandi sjúkdóma

Skv. reglugerð 745/2021 falla úr gildi sérstök ákvæði reglugerðar 221/2001 m.s.br. um hópa sem eiga rétt á bólusetningu gegn COVID-19 og má því nota bóluefnin skv. aldursmörkum í fylgiseðlum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Skv. reglugerð 745/2021 falla úr gildi sérstök ákvæði reglugerðar 221/2001 m.s.br. um hópa sem eiga rétt á bólusetningu gegn COVID-19 og má því nota bóluefnin skv. aldursmörkum í fylgiseðlum. Bólusetningin er áfram bólusettum að kostnaðarlausu þar sem hún er til komin og heldur áfram vegna opinberra sóttvarnaráðstafana til að draga úr smithættu hérlendis.

Af þessu leiðir að heimilt er að bólusetja börn sem náð hafa 12 ára aldri skv. markaðsleyfi bóluefnisins Comirnaty frá Pfizer/BioNTech ef foreldrar óska þess. Börn á aldrinum 12-15 ára verða ekki boðuð í bólusetningu að svo komnu máli.

Framkvæmdin er á vegum heilsugæslunnar og þarf hver heilsugæsla að halda utan um þau börn sem óskað er eftir bólusetningu fyrir á sínu svæði. Skráning bólusetningar og útgáfa vottorða um bólusetningu er á sama hátt og fyrir 16 ára og eldri.

Sóttvarnalæknir