Fara beint í efnið

27. júlí 2021

Bólusetningar barnshafandi kvenna gegn COVID-19 hefjast

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, kvensjúkdómalæknar og sóttvarnalæknir mæla nú með bólusetningu barnshafandi kvenna gegn COVID-19

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, kvensjúkdómalæknar og sóttvarnalæknir mæla nú með bólusetningu barnshafandi kvenna gegn COVID-19. Allar konur sem eru komnar á annan eða þriðja þriðjung meðgöngu eru hvattar til að þiggja bólusetninguna ef ekki eru til staðar frábendingar s.s. alvarleg ofnæmi. Notað verður bóluefnið Comirnaty (Pfizer/BioNTech) sem notað hefur verið víða með góðum árangri og hefur reynst mjög öruggt frá því það kom á markað. Hér hafa barnshafandi konur fengið það bóluefni vegna undirliggjandi áhættuþátta m.t.t. COVID-19 eða vegna starfs sem eykur hættu á smiti og er reynslan af þeim bólusetningum góð.

Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt að því að bólusetja sem flestar konur nk. fimmtudag en víðast hvar á landsbyggðinni verður farið af stað í næstu viku. Aðilar sem sjá um mæðravernd á landsbyggðinni munu ráðleggja barnshafandi konum um bólusetningarnar á næstu dögum.

Sóttvarnalæknir