Fara beint í efnið

4. maí 2021

Bólusetning barnshafandi kvenna við COVID-19

Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.

Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna fyrir barnshafandi konur þar sem þau voru fyrst á markað. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um notkun Janssen bóluefnis hjá barnshafandi konum verða mRNA bóluefnin notuð fyrir þær hér á landi.

Sóttvarnalæknir