Fara beint í efnið

6. apríl 2021

Boðanir í COVID-19 bólusetningu fyrir heilbrigðisstarfsmenn utan ríkisstofnana

Skv. reglugerð 1198/2020 eru 3 mismunandi flokkar heilbrigðisstarfsmanna skilgreindir sem bólusetja skal gegn COVID-19

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Skv. reglugerð 1198/2020 eru 3 mismunandi flokkar heilbrigðisstarfsmanna skilgreindir sem bólusetja skal gegn COVID-19 teljast heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með beinum hætti og nauðsynlegt er að hljóti bólusetningu gegn COVID-19 samkvæmt nánari ákvörðun sóttvarnalæknis til fimmta hóps sem boðaður verður í COVID-19 bólusetningu.

Heilbrigðisstarfsmenn eru skilgreindir skv. 3. grein laga nr. 34/2012 og til þeirra teljast 33 mismunandi stéttir sem starfa um víðan völl. Eina leiðin til að ná til allra þessara stétta á kerfisbundin hátt er að nota starfsleyfaskrá og rekstraðilaskrá landlæknis. Heimild fékkst frá Persónuvernd og Sjúkratryggingum til að nota skráningu á heilsugæslustöð og lögheimili til að staðsetja einstaklinga á þeim skrám á landinu og þannig var einnig hægt að sía frá stóran hluta þeirra sem ekki eru búsettir hér á landi. Ekki var unnt að hafa samband við alla einstaklinga á þessum skrám til að staðfesta að þeir sinni klínískum störfum þar sem þeir eru yfir 20.000. Meðal þeirra sem munu fá boð eru trúlega fjölmargir læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, þroskaþjálfar o.s.frv. sem ekki eru í klínísku starfi heldur hafa snúið til annarra starfa eða eru hættir störfum. Einstaklingar í þessari stöðu eru hvattir til að þiggja ekki þetta fyrsta boð í bólusetningu gegn COVID heldur hugleiða að hver skammtur sem er notaður fyrir hóp 5 tefur lítillega bólusetningar einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu undir sextugu. Það kemur að því að allir sem vilja bólusetningu geti fengið hana, en við höfum ekki bóluefni fyrir alla fyrr en síðar á árinu.

Sjá nánar: Skilgreining heilbrigðisstarfsmanna.

Sóttvarnalæknir