17. maí 2018
17. maí 2018
Bið eftir hjúkrunarrými
Embætti landlæknis hefur tekið saman stöðu á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými.
Embætti landlæknis hefur tekið saman stöðu á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Að auki er birt yfirlit yfir biðtíma þeirra sem fluttust á hjúkrunarheimili frá árinu 2014 til fyrsta ársfjórðungs ársins 2018.
Biðlistar hafa lengst á undanförnum árum. Í ársbyrjun 2014 voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými, eða 6,1 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri. Í ársbyrjun 2018 voru 362 á biðlista, eða 8,6 á hverja 1.000 íbúa 67 ára og eldri. Ef fjöldi á biðlista er reiknaður á fjölda íbúa 80 ára og eldri biðu um helmingi fleiri í ársbyrjun 2018 en 2014.
Biðtími þeirra sem fluttust á hjúkrunarheimili á árinu 2017 var að meðaltali 113 dagar en var talsvert ólíkur á milli heilbrigðisumdæma. Bið þeirra sem fengu hjúkrunarrými á Norðurlandi var lengst, að meðaltali 184 dagar, en biðtími var stystur á Vesturlandi, 59 dagar að meðaltali.
Opna Bið eftir hjúkrunarrými - Samantekt í apríl 2018
Agnes Gísladóttir
Laura Sch. Thorsteinsson