13. apríl 2018
13. apríl 2018
Ársskýrsla Embættis landlæknis 2017 komin út
Ársskýrsla Embættis landlæknis fyrir árið 2017 er komin út á vef embættisins. Fjallað er um aðaláherslur starfsáætlunar 2017–2018 og hvernig tókst að framfylgja þeim á árinu 2017 auk þess sem greint er frá helstu viðfangsefnum ársins á einstökum fagsviðum, erlendu samstarfi og útgáfu.
Ársskýrsla Embættis landlæknis fyrir árið 2017 er komin út á vef embættisins. Fjallað er um aðaláherslur starfsáætlunar 2017–2018 og hvernig tókst að framfylgja þeim á árinu 2017 auk þess sem greint er frá helstu viðfangsefnum ársins á einstökum fagsviðum, erlendu samstarfi og útgáfu. Kafli um fjárhag embættisins kemur inn síðar þegar lokaupplýsingar hafa borist frá fjárhagsbókhaldi.
Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Talnaefni og efni til frekari fróðleiks er vísað á með hlekkjum á viðkomandi síður á vef embættisins.
Er þetta síðasta ársskýrsla Birgis Jakobssonar, í embætti landlæknis en hann lét af störfum 31. mars sl. Hann segir í aðfararorðum ársskýrslunnar að sönn ánægja hafi verið að vinna með öllu starfsfólki embættisins í þessi þrjú ár og miklu hafi verið komið til leiðar í bæði ytra og innra starfi.
Ritstjóri ársskýrslunnar er Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir en ábyrgðarmaður er Birgir Jakobsson landlæknir.
Útlit skýrslunnar hannaði Auglýsingastofa Þórhildar.
Skoða nánar - Ársskýrsla embættis landlæknis 2017